Vinnunámskeið Vinnuskólans
Skráning í vinnunámskeið vinnuskólans sumarið 2024 opnar í júní og verður auglýst á samfélagsmiðlum Bungubrekku.
Skráning á vinnunámskeið vinnuskólans hefur verið lokað.
ATHUGIÐ - útfyllt umsókn jafngildir ekki plássi - við afgreiðum einungis fyrstu 15 umsóknirnar. Fyrstu 15 fá staðfestingarpóst frá okkur þegar umsókn hefur verið samþykkt.
Sumarið 2024 er annað árið sem við ætlum að vera með Vinnunámskeið Vinnuskólans. Vinnunámskeið Vinnuskólans er fyrir verðandi 8.bekk en það er styttri útgáfa af hefðbundum vinnuskóla þar sem aðeins er boðið upp á að starfa í garðyrkjudeild og í umhverfishóp og þess vegna er þetta fullkomin kynning sem og undirbúningur fyrir næsta sumar.
En hvernig virkar Vinnunámskeið Vinnuskólans?
Það er styttri útgáfa af hefðbundnum vinnuskóla
Það eru launuð störf rétt eins og fyrir eldri nemendur
Aðeins fyrir verðandi 8.bekk (2011)
Það er styttra vinnutímabil (7. - 16.ágúst)
Vinnudagarnir eru styttri (9:30 - 12:00)
Það eru takmörkuð pláss í boði (15)
Gott tækifæri fyrir verðandi 8.bekk til þess að kynnast elsta stigi áður en skólinn byrjar aftur