Dagatal Bungubrekku 2024-2025
Hér fyrir neðan eru tvö dagatöl.
Fyrra dagatalið er hefðbundið skóladagatal og er fyrir allt árið með lykildagsetningum í kringum lokanir og lengdar opnanir.
Seinna dagatalið er lifandi dagatal með öllum opnunum, viðburðum og öðru sem tengist starfi Bungbrekku.
Ítarlegri upplýsingar um dagatalið eru aðgengilegar neðar á síðunni. Mælum með að skoða seinna dagatalið í tölvu.
Skóladagatal 2024-2025
Dagatal Bungubrekku
Allar starfseiningar og deildir. Lifandi dagatal með öllum opnunum, lokunum og viðburðum.
Dagatal Bungubrekku er lifandi dagatal og er birt með fyrirvara um breytingar.
Það eru ákveðnir viðburðir sem haldast óbreyttir nema breytingar séu gerðar í samráði með bæjaráði. Þeir viðburðir eru:
Lengd opnun í frístundaheimilinu ákveðna daga á milli 08:00 og 13:00
Skipulagsdagar sem lenda á virkum dögum á milli 08:00 og 16:00
Lokanir eins og jólafrí, páskafrí og sumarfrí.
Þeir viðburðir sem geta breyst, dottið út eða bæst við eru meðal annars:
Skipulagskvöld í félagsmiðstöðinni
Viðburðir á vegum Samfés
Sértækir viðburðir eða klúbbastarf
Opnanir í félagsmiðstöðinni
Æfingar í rafíþróttum