Fyrra dagatalið er hefðbundið skóladagatal og er fyrir allt árið með lykildagsetningum í kringum lokanir og lengdar opnanir.
Seinna dagatalið er lifandi dagatal með öllum opnunum, viðburðum og öðru sem tengist starfi Bungbrekku.
Ítarlegri upplýsingar um dagatalið eru aðgengilegar neðar á síðunni. Mælum með að skoða seinna dagatalið í tölvu.
Það eru ákveðnir viðburðir sem haldast óbreyttir nema breytingar séu gerðar í samráði með bæjaráði. Þeir viðburðir eru:
Lengd opnun í frístundaheimilinu ákveðna daga á milli 08:00 og 13:00
Skipulagsdagar sem lenda á virkum dögum á milli 08:00 og 16:00
Lokanir eins og jólafrí, páskafrí og sumarfrí.
Þeir viðburðir sem geta breyst, dottið út eða bæst við eru meðal annars:
Skipulagskvöld í félagsmiðstöðinni
Viðburðir á vegum Samfés
Sértækir viðburðir eða klúbbastarf
Opnanir í félagsmiðstöðinni
Æfingar í rafíþróttum