Þjálfarar C3LL4R
Flest allt starfsfólk Bungubrekku tekur þátt í starfi Rafíþróttaklúbbsins með einum eða öðrum hætti. Upplýsingar um starfsfólk Bungubrekku eru aðgengilegar hérna. Hér fyrir neðan er upplýsingar um þá einstaklinga innan Bungubrekku sem koma hvað mest að skipulgöðu rafíþróttastarfi C3LL4R.
Vilhjálmur Snær Ólason
Frístundaleiðbeinandi / Rafíþróttaþjálfari
Vilhjálmur Snær ÓIason er þjálfari rafíþróttaklúbbsins og yfirumsjónaraðili með T-Verinu. Vilhjálmur er sá aðili sem vann að því að koma upp viðeigandi aðstöðu þannig að hægt væri að bjóða upp á faglegt rafíþróttastarf.
Vilhjálmur er tómstunda- og félagsmálafræðingur og kom inn í starf Bungubrekku með margra ára reynslu úr félagsmiðstöðvastarfi úr Reykjavík og fjölbreytta reynslu þegar kemur að frístundastarfi með unglingum og ungmennum og hefur sótt rafíþróttaþjálfanámskeið hjá Rafíþróttasamtökum Íslands.
Vilhjálmur er yfirþjálfari allra æfingahópa Rafíþróttaklúbbsins C3LL4R.
Ásamt því að vera þjálfari rafíþróttaklúbbsins starfar Vilhjálmur þvert á allt starf Bungubrekku og vinnur með öllum aldurshópum með einum eða öðrum hætti.
Liljar Mar Pétursson
Forstöðumaður / Rafíþróttaþjálfari
Liljar Mar Pétursson er menntaður mannfræðingur og starfar sem frístundaleiðbeinandi í Bungubrekku sem hann hefur gert síðan 2020. Liljar starfar þvert á starfið og tekur þátt í öllu því fjölbreytta starfi sem Bungubrekka býður upp á með einum eða öðrum hætti. Liljar tekur einnig þátt í margvíslegri skipulagsvinnu og vinnur fjölbreytt verkefni sem bæta þjónustu Bungubrekku.
Liljar Mar hefur keppt á efsta stigi rafíþrótta á Íslandi og spilaði með Fylki og Breiðablik í Counter-Strike Global Offensive. Liljar Mar er ekki fastur þjálfari hjá C3LL4R en stígur inn í störf klúbbsins eftir þörfum.
Kristófer Atli Kárason
Frístundaleiðbeinandi
Kristófer Atli Kárason hefur starfað í Bungubrekku frá stofnun Bungubrekku árið 2018 og hefur verið lykilmaður í því að þróa starfið. Kristófer var einnig hluti af starfsteymi frístundaheimilisins áður en það varð hluti af frístundamiðstöðinni. Hann hefur góða yfirsýn á starfið og veit manna best hvað virkar og hvað ekki. Kristófer er skipulagður, kröfuharður á sjálfan sig og tekur öllum verkefnum fagnandi. Kristófer sér um að skipuleggja daglegt starf í frístundaheimilinu en tekur einnig þátt í margs konar breytilegum verkefnum innan Bungubrekku.
Kristófer er hluti af þjálfarateymi C3LL4R og tekur virkan þátt í stefnumótun starfsins.