Foreldrafræðsla og forvarnir
Efnisyfirlit
Smellið á fyrirsagnir til þess að sjá fræðslu um tiltekin málefni.
Upplýsingar um síðuna
Verkefnið hófst á Forvarnardeginum 4. október 2023
Hér fyrir neðan má nálgast fræðsluefni frá Frístundamiðstöðinni Bungubrekku.
Efst eru nýjustu færslurnar og reynt er að halda færslum í takt við umræðuna í samfélaginu.
Ef foreldrar/forráðamenn finna ekki fræðslu eða upplýsingar um málefni sem þau myndu vilja fá aðgang að mælum við með því að foreldrar sendi okkur tölvupóst á bungubrekka@hvg.is.
Það getur verið að fræðsluefnið sé í vinnslu en einnig getur verið að við séum ekki búin að kveikja á því að taka saman fræðslu um ákveðin málefni.
Hvetjum einnig foreldra til þess að hafa samband við þess að fá ráðgjöf varðandi ýmis málefni. Frístundamiðstöðin Bungubrekka er ekki alltaf með lausnina en getur aðstoðar foreldra við að ákveða næstu skref ef foreldrar eru óvissir með framvindu mála.
YouTube og listaverk barna - Skibidi Toilet
10. október 2023
Þegar börn teikna og lita er það regulega byggt á einhverju ákveðnu efni sem börnin sækja innblástur í. Ef foreldrar vita EKKI hvaðan innblásturinn kemur er mikilvægt að foreldrar ræði við börnin og reyni að átta sig á því út frá hverju þetta sprettur. Undanfarnar vikur hefur starfsfólk í Frístundaheimilinu Brekkubæ tekið eftir ákveðnu þema meðal barna í umræðu, leik og sköpun.
Þemað í leik, umræðu og sköpun barna síðustu vikur hefur snúist um YouTube seríu sem heitir Skibidi Toilet.
Ekki þarf að vera tenging á milli þess hvort barn hafi horft á seríuna eða ekki og hvort það sé undir áhrifum hennar. Börnin eru fljót að kenna hvoru öðru leiki eða segja frá því sem þeim finnst skemmtilegt. Það sama á við um þegar þau finna efni á YouTube sem þeim finnst áhugavert.
Hægt er að nálgast seríuna á YouTube og teljum við í Frístundamiðstöðinni Bungubrekku að efnið sé ekki við hæfi barna
Við hvetjum foreldra til þess að
Skoða teikningar og myndir hjá sínum börnum
Hlusta á umræðurnar á milli barna og vina
Taka samtalið ef þess er þörf
Starfsfólk frístundaheimilisins mun tilkynna til foreldra barna ef starfsfólk hefur áhyggjur af því ef barn hefur horft á efnið eða ef óvenjulega mikill áhugi er fyrir efninu.
Hér má skjá skjáskot sem sýnir brot af því sem kemur upp á YouTube þegar leitað er að Skibidi Toilet.
Gashylki og ósækileg notkun ungmenna
26. september 2023
Aukin umræða hefur myndast í samfélaginu um notkun ungmenna á gashylkjum til þess að komast í vímu. Þessi vímugjafi er ólíkur öðrum að því leyti til að auðvelt getur verið að nálgast þetta. Til dæmis eru gashylki í svitalyktareyðum og rjómasprautum sem þá eru tekin úr og jafnvel gasinu sprautað í blöðrur og svo andað að sér. Það þarf þó ekki að fjarlægja þau úr, einnig eru dæmi um að handklæði eða annað sé sett yfir stútinn og sogið beint úr.
Samkvæmt sérfræðingi hjá Eitrunarmiðstöð geta afleiðingar þess að sniffa gas í hylkjum verið eftirfarandi:
Erting í öndunarfærum, höfuðverkur, ógleði, uppköst og svimi.
Háþrýstingur og hjartsláttartruflanir.
CNS depression (miðtaugakerfisbæling)
Lungnaþemba, samfall á lunga og alvarlegur lungnaskaði.
Asphyxia (köfnun)
Convulsions (krampar) og dauði.
Með því að smella hér má sjá frétt og myndskeið frá vísi.is þar sem má nálgast nytsamlegar upplýsingar um málefnið.
Samantekt á því sem kemur fram í fréttinni:
Hildur Halldórsdóttir sérfræðingur í foreldrastarfi og forvörnum hjá heimili og skóla leggur áherslu á máltækið: ,,fræða ekki hræða”
Mikilvægt að foreldrar taki spjallið heima fyrir - hafið þið orðið vör við þetta?
Það sem gerir þetta að mörgu leyti ólíkt annarri fíknihegðun er auðvelt aðgengi að þessu, svitalyktareyðir - rjómasprautur o.þ.h.
Forvarnardagurinn 2023
4. október 2023
Hvert ár skiptir máli - Gefum heilanum tækifæri til að þroskast!
Áfengi hefur slæm áhrif á þroska heilans því skiptir máli að taka upplýsta ákvörðun um að fresta því að drekka áfengi eða sleppa því alveg. Koffín, nikótín og önnur örvandi efni ætti að forðast og huga að góðum nætursvefni, næringu og hreyfingu.
Hvetjum börn og ungmenni til virkrar þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi!
Þau ungmenni sem taka þátt í skipulögðu starfi eru ólíklegri til að nota vímuefni. Það skiptir ekki máli hvort um ræðir íþróttir, dans, tónlist, skátastarf eða félagsmiðstöðvastarf. Mikilvægast er að finna það sem vekur áhuga hvers og eins.
Verum til staðar fyrir hvort annað. Stuðningur foreldra skiptir máli!
Rannsóknir hafa sýnt að SAMVERA með fjölskyldu skiptir hvað mestu máli þegar kemur að vellíðan barna og ungmenna. Þau ungmenni sem eiga uppbyggilega samveru með foreldum og vinum, og fá stuðning eru líklegri til að nota ekki vímuefni.
Forvarnir, einelti og samskipti
4. október 2023
Fræðsla fyrir foreldra frá Vöndu Sigurgeirsdóttir frá KVAN