Starfsreglur Vinnuskólans
Skráning fyrir vinnuskólann 2024 er LOKUÐ!
Starfsreglur Vinnuskólans
Flokkstjóri/leiðbeinandi er yfirmaður hvers vinnuhóps og eftir honum ber nemendum að fara.
Næsti yfirmaður hans er yfirflokkstjóri, verkstjóri starfstaðs eða forstöðaðili Bungubrekku.
Vinnuskólinn er vímulaus vinnustaður
Símar skulu vera stilltir á hljóðlaust og ekki notaðar sem samskiptatæki á vinnutíma Vinnuskólans.
Engin ábyrgð er tekin á símum eða öðrum snjalltækjum á vinnutíma.
Engin ábyrgð er tekin á persónulegum hlutum sem komið er með til vinnu og eru ekki nauðsynlegir til starfsins.
Öll verkfæri í eigu viðeigandi starfseininga eru afhent nemendum með þeim formerkjum að þau séu á ábyrgð þeirra.
Skemmdir á eigum starfstöðva skulu greiddar af þeim sem þeim veldur.
Allir starfsmenn Vinnuskólans í Hveragerði skulu stunda sína vinnu af stundvísi.
Nemendum ber að fara eftir því sem flokkstjóri/leiðbeinandi eða næsti yfirmaður segir.
Allir unglingar sem skrá sig til vinnu í Vinnuskólann hafa skráð sig þar vegna áhuga á að starfa innan Vinnuskólans.
Óæskileg hegðun unglinga gegn öðrum verður ekki liðin.
Allir tilburðir til eineltis verða tilkynntir til yfirmanns um leið og þeir gerast. Við þá tilkynningu fara af stað verkferlar vegna eineltismála.
Verða misbrestir á hegðun nemenda fara af stað verkferlar vegna agamála.