Innra mat og gæðaviðmið Bungubrekku
Viðmið í starfi - Frístundamiðstöðin Bungubrekka
Í frístundamiðstöðinni Bungubrekku er unnið eftir gæðaviðmiðum frístundaheimila. Þau má nálgast með því að smella hér.
Gæðaviðmið frístundaheimila hafa verið yfirfærð á heildarstarf Bungubrekku og eru notuð undir innra mat fyrir allt starf Bungubrekku.
Frístundamiðstöðin Bungubrekka vinnur einnig eftir skólastefnu Hveragerðisbæjar. Hana má nálgast með því að smella hér.
Lifandi innra mat í lifandi starfi
Frístundamiðstöðin Bungubrekka heldur utan um innra mat á starfinu í gegnum hugbúnað TRELLO og þar má fylgjast með þróun starfsins. Innra matið er bæði aðgengilegt hér neðar á síðunni eða með því að smella hér.
Með því að skoða síðuna má finna:
Hvaða einingar Bungubrekku hafa farið í gegnum innra mat.
Hver þróun starfsins hefur verið útfrá innra mati.
Samspil gæðaviðmiðana og skólastefnu sveitarfélagsins.
Einkunargjöf starfsins og starfseininga útfrá markmiðum og viðmiðum.
Rök fyrir einkunargjöf og hugmyndir að úrbótum í starfi.
Áhugasamir aðilar geta haft samband í gegnum bungubrekka@hvg.is fyrir meiri upplýsingar varðandi innra matið.