Almennar upplýsingar um Vinnuskólann
ATH - Búið er að LOKA fyrir skráningu í Vinnuskólann fyrir sumarið 2023.
Fyrir foreldra / forráðamenn
Vinnutímabil 2023
Vinnutímabil sumarsins 2023 verður frá 5.júní til 30.júní, svo aftur 8.ágúst til 18.ágúst. Eða samtals 6.vikur.
05. júní / Fræðsludagur á vegum Bungubrekku
06.- 09. júní / Hefðbundin vinna á viðeigandi starfsstöðum
12.- 16. júní / Hefðbundin vinna á viðeigandi starfsstöðum
19.- 23. júní / Hefðbundin vinna á viðeigandi starfsstöðum
26.- 30. júní / Hefðbundin vinna á viðeigandi starfsstöðum
01. júlí.- 07. ágúst / SUMARFRÍ VINNUSKÓLANS
08. ágúst / Fræðsludagur á vegum Bungubrekku
09.- 11. ágúst / Hefðbundin vinna á viðeigandi starfsstöðum
14.- 18. ágúst / Hefðbundin vinna á viðeigandi starfsstöðum
Skráning í Vinnuskólann
ATH - Ekki búið að opna fyrir skráningu í vinnuskólann. Auglýst verður þegar skráning opnar í gegnum samfélagsmiðla Bunguburekku.
Allir umsóknir fara í gegnum innskráningavef vinnuskólans inná heimasíðu Bungubrekku. Mikilvægt er að allar upplýsingar sem beðið er um komi fram við umsókn í vinnuna.
Unlingar með ofnæmi
Á hverju ári koma margir unglinga með ýmis konar ofnæmi í Vinnuskólann. Mikilvægt er að foreldrar láti vita að unglingurinn þeirra sé með ofnæmi. Hægt er að láta vita í gegnum tölvupóstinn bungubrekka@hvg.is.
Fræðsla
Búið er að taka frá tvo daga sem verða tileinkaðir undir fræðslu.
Stefnt er á að fyrri dagurinn (5.júní) feli í sér almenna fræðslu, verkreglur og fyrirkomulag vinnuskólans. Þar verður rætt um réttindi þeirra og skyldur, farið yfir verklýsingar og samskipti við vinnufélaga.
Stefnt á að seinni dagurinn (8.ágúst) feli í sér að fá utanaðkomandi fræðslu.
Leyfi og veikindi
Foreldrar verða að tilkynna forföll og veikinda barna sinna með því að senda tölvupóst á bungubrekka@hvg.is. Einungis er tekið við tilkynningum frá foreldrum eða forráðamönnum. Veikindi ber að tilkynna áður en vinna hefst dag hvern. Nauðsynlegt er að tilkynna veikindi alla daga sem þau standa yfir.
Veikindi teljast sem tapaðar vinnustundir og ekki er hægt að vinna þær upp.
Yfirmaður vinnuskólans
Frístundamiðstöðin Bungubrekka sér um vinnuskólann. Ingimar Guðmundsson er forstöðumaður og er hægt að nálgast hann í gegnum tölvupóstinn ingimar@hvg.is
Fyrir unglinga
Af hverju ætti ég að sækja um starf í Vinnuskólanum?
Þátttaka í Vinnuskólanum er kjörið tækifæri fyrir unglinga til þess að öðlast reynslu af því að vinna sér inn laun á hvetjandi og jákvæðan hátt. Þar gefst unglingum færi á að taka þátt í að snyrta og hirða bæinn sinn, kynnast nýjum félögum og læra heilmikið um umhverfismál, mannleg samskipti og virðingu gagnvart vinnu.
Einnig er þetta tilvalið tækifæri fyrir unglingana okkar til þess að takast á við margvísleg örvandi viðfangsefni. Að skrá sig í vinnuskólann er einnig tilvalið tækifæri til þess að prófa einhverjar af þeim mismunandi vinnum sem við bjóðum upp á. Dæmi um vinnur sem eru í boði er vinna á sumarnámskeiðum Bungubrekku eða á leikskólum bæjarins.
Hvað er ég að vinna lengi?
Vinnutími vinnuskólans er eins og hefur verið síðustu ár, eða 9:30-12:00 og 13:00-15:30. Allir fá matarhlé frá 12:00-13:00.
Hvar get ég unnið?
Vinnuskólinn býður nemendum upp á vinnu hjá félögum og stofnunum í sveitarfélaginu.
Þegar sótt er um nám hjá Vinnuskólanum er hægt að velja um þá staði sem helst koma til greina að mati nemanda.
Þó nemandi haki við og óski eftir að komast að inn á stofnunum er ekki hægt að treysta á að það gangi eftir. Mikil aðsókn er í að komast inn á stofnanir, og því ekki hægt að koma öllum að sem vilja.
Hvert á ég að mæta?
Höfuðstöðvar vinnuskólans sumarið 2023 verður Bungubrekka og verður alltaf hægt að leita þangað með allar spurningar. Allir nemendur vinnuskólans mæta í Bungubrekku dagana 5.júní og 8.ágúst, annars mæta allir á sín úthlutuðu svæði.
Get ég skipt um hóp?
Engar breytingar eru gerðar á hópum fyrstu dagana. Best er að rugla ekki of mikið í flokkaskipan, en í sérstökum tilfellum geta flokkstjóri og yfirflokkstjóri skoðað málið með hverjum og einum nemenda.
Má ég nota tóbak í vinnunni?
Vinnuskóli Hveragerðis er vímulaus vinnustaður, það á við um tóbak, nikótín púða, koffín sem og áfengi.
Laun, hvað er það?
Hvenær fæ ég útborgað?
Útborgun er á tveggja vikna fresti, nema fyrstu vikuna eru laun greidd út fyrir eina viku
Hvað er þetta skattkort og hvað á ég að gera við það?
Allir launþegar á Íslandi sem eiga hér fasta búsetu og hafa náð 16 ára aldri eiga rétt á svokölluðum persónuafslætti og er skattkortið til þess gert að halda utan um það. Árið 2016 voru öll skattkort gerð rafræn. Ekki er þörf á að skila inn skattkorti ef óskað er eftir að nota skattkort á umsóknarvef. Ef umsækjandi telur sig þurfa að nota ónýttan persónuafslátt frá fyrri mánuðum getur hann sent beiðni um slíkt á launafulltrúa Hveragerðisbæjar og þarf þá staðfesting af þjónustuvef RSK að fylgja með.
Þarf ég að borga hluta af laununum mínum í lífeyrissjóð?
Börn byrja að greiða í lífeyrissjóð næstu mánaðamót eftir 16 ára afmælisdaginn.
Hvert fara launin mín?
Launin eru lögð inn á bankareikning unglinganna og þurfa því allar bankaupplýsingar að fylgja umsókn. Aðeins er hægt að nota bankareikning unglingsins.
Laun og vinnutími 2023
Fæðingarár - Laun (Tímakaup)
Fæddir 2009 - 807 kr.
Fæddir 2008 - 978 kr.
Fæddir 2007 - 1.222 kr.
Orlof bætist ofan á tímakaupið.
Krakkar fæddir 2008 (15 ára) og 2007 (16 ára) þurfa að skila inn skattkorti