Starfsfólk Bungubrekku

Ingimar Guðmundsson

Forstöðumaður Frístundamála / Frístundaleiðbeinandi

Ingimar Guðmundsson er menntaður tómstunda- og félagsmálafræðingur og hefur yfirumsjón með allri starfsemi Bungubrekku. Áður en Ingimar kom inn í starf Bungubrekku 2020 starfaði Ingimar sem teymisstjóri í hegðunar- og atferlisteymi í alþjóðlegum enskuskóla í Svíþjóð. 

Símanúmer: 660-3919

Póstfang: Ingimar@hvg.is

Liljar Mar Pétursson

Frístundaleiðbeinandi

Liljar Mar Pétursson er menntaður mannfræðingur og starfar sem frístundaleiðbeinandi í Bungubrekku sem hann hefur gert síðan 2020. Liljar starfar þvert á starfið og tekur þátt í öllu því fjölbreytta starfi sem Bungubrekka býður upp á með einum eða öðrum hætti. Liljar tekur einnig þátt í margvíslegri skipulagsvinnu og vinnur fjölbreytt verkefni sem bæta þjónustu Bungubrekku. 

Karen Björk Sigríðardóttir

Frístundaleiðbeinandi

Karen Björk Sigríðardóttir er í fjarnámi í sálfræði við Háskólann á Akureyri samhliða því að starfa í Bungubrekku. Karen Björk kom inn í starfið 2020 með mikinn metnað og hefur síðan þá gert allt til þess að starfið standist kröfur og væntingar. Ásamt því að vera einstaklega næm á hegðun og líðan barna er hún er einnig mjög skapandi og sér til þess að starfið sé fjölbreytt fyrir fjölbreyttan hóp. Karen Björk starfar að mestu leyti í frístundaheimilinu en tengist samt sem áður inn í heildarstarfsemi Bungubrekku og hefur starfað á sumarnámskeiðum og í félagsmiðstöðinni.

Kristófer Atli Kárason

Frístundaleiðbeinandi

Kristófer Atli Kárason hefur starfað í Bungubrekku frá stofnun Bungubrekku árið 2018 og hefur verið lykilmaður í því að þróa starfið. Kristófer var einnig hluti af starfsteymi frístundaheimilisins áður en það varð hluti af frístundamiðstöðinni. Hann hefur góða yfirsýn á starfið og veit manna best hvað virkar og hvað ekki. Kristófer er skipulagður, kröfuharður á sjálfan sig og tekur öllum verkefnum fagnandi. Kristófer sér um að skipuleggja daglegt starf í frístundaheimilinu en tekur einnig þátt í margs konar breytilegum verkefnum innan Bungubrekku. 

Kristín Áslaugardóttir

Frístundaleiðbeinandi

Kristín hóf upphaflega störf hjá okkur á sumarnámskeiðum og í afleysingum árið 2023.
Hún starfaði áður í Grunnskólanum í Hveragerði en færði sig svo alveg yfir til okkar í Bungubrekku í nóvember sama ár.
Kristín er menntaður hjúkrunarfræðingur og stundar fjarnám í styrktarþjálfun samhliða vinnu í Bungubrekku.

Kristín er jákvæð og lífsglöð sem hefur jákvæð áhrif á alla, bæði skjólstæðinga og samstarfsfólk.

Vilhjálmur Snær Ólason

Frístundaleiðbeinandi

Vilhjálmur Snær er tómstunda- og félagsmálafræðingur og kom inn í starf Bungubrekku vorið 2023. Vilhjálmur kemur til okkar með margra ára reynslu úr félagsmiðstöðvastarfi í Reykjavík. Vilhjálmur hefur yfirumsjón með rafíþróttastarfi Bungubrekku. Hann vinnur líka þvert á starf Bungubrekku og tekur þátt í öllu frístundastarfi ásamt því að taka virkan þátt í mótun starfsins og skipulagi. Vilhjálmur er lausnarmiðaður, jákvæður og lyftir starfinu upp í hvert skipti sem hann mætir á staðinn.

Elías Breki Sigurbjörnsson

Frístundaleiðbeinandi

Elías Breki Sigurbjörnsson hóf störf í Bungubrekku 2020 og sér um daglegt skipulag í félagsmiðstöðinni Skjálftaskjól og er lykilstarfsmaður í skipulagningu viðburða sem tengjast starfi Skjálftaskjóls. Hann var í stjórn félagsins Trans Ísland í 2 ár ásamt því að vera í hlutastarfi í hinsegin félagsmiðstöðinni í Reykjavík. Ef Bungubrekka er að skipuleggja viðburð þá eru líkur á því að Elías sé sá starfsmaður sem er með yfirumsjón á því. Ásamt því að sinna öllum þessum störfum þá starfar hann einnig í frístundarheimilinu í daglegu starfi. 

Elfa Björk Hauksdóttir

Frístundaleiðbeinandi

Elfa Björk kom inn í starf Bungubrekku í lok sumars 2023. Elfa er hugmyndarík og drífandi, skipulögð og jákvæð. Hún hefur brennandi áhuga og metnað fyrir því að skapa faglegt og gott frístundastarf fyrir börn, unglinga og ungmenni. Hún starfar þvert á starfið og tekur markvisst þátt í öllum gerðum af verkefnum, starfar með öllum aldurshópum og tekur markvissan þátt í stefnumótun starfsins.

Elfa tekur pláss og brennur fyrir því að skapa skjólstæðingum okkar umhverfi þar sem þau geta fengið að vera þau sjálf. Það má taka pláss í heiminum - við megum láta mikið fyrir okkur fara og eigum að hugsa fallega um okkur.

Herbert Elvan Heiðarsson

Frístundaleiðbeinandi

Herbert Elvan Heiðarsson vann sem bifvélavirki áður en hann hóf störf í Bungubrekku árið 2020. Herbert er einstaklega jákvæður og tekur frumkvæði í öllum verkefnum sem tengjast Bungubrekku. Herbert starfar að mestu leyti í frístundaheimilinu en ásamt því hefur hann starfað á sumarnámskeiðum Bungubrekku. Herbert hefur ákveðna yfirumsjón með búnað sem frístundamiðstöðin á og tryggir að aðgengi að honum sé gott. Herbert gerir allt fyrir starfið og börnin sem gerir það að verkum að reglulega heyrist í börnunum “Hey pabbi, nei ég meina Hebbi”. 

Charlotta Ýr Davíðsdóttir

Frístundaleiðbeinandi 

Charlotta hóf störf hjá okkur í byrjun sumars 2024. Hún er að læra félagsráðgjöf og er í sumarstarfi í Bungubrekku. Charlotta sinnir öllum verkefnum sem þarf að sinna hér á sumrin, tekur virkan þátt í skipulagningu og utanumhaldi fyrir sumar- og ævintýranámskeið. 

Hún er hugmyndarík, skemmtileg og dugleg - með frábærar hugmyndir til að starfið sé sem fjölbreyttast. 

Við erum mjög heppin að hafa fengið hana inn í teymið okkar og krakkarnir líka. 

Kolbrún Ósk Guðmundsdóttir

Frístundaleiðbeinandi

Kolbrún er félagsliði en hóf upphaflega störf sem matráður í Bungubrekku. Kolbrún færðist í nýtt hlutverk í ágúst 2022 þar sem hennar menntun myndi nýtast betur, en hún einblínir sérstaklega á að veita börnum stuðning sem á honum þurfa að halda í frístundaheimilinu. 

Árið 2023 var gerður þjónustusamningur á milli frístundamiðstöðvarinnar Bungubrekku og Félagi eldri borgara í Hveragerði til að stuðla að uppbyggingu FEBH og leiðir Kolbrún það samstarf.

Brynjólfur Þór Eyþórsson

Frístundaleiðbeinandi

Brynjólfur eða Binni eins og við köllum hann byrjaði hjá okkur haustið 2023.
Binni er að læra rafvirkjun og vinnur samhliða því í Bungubrekku. Hann starfar bæði í félagsmiðstöðinni Skjálftaskjól og frístundaheimilinu Brekkubæ. Einnig spilar hann með meistaraflokki Ægis í Þorlákshöfn.

Binni er einstaklega geðgóður og ljúfur sem er frábær eiginleiki að hafa í starfi sem þessu og við erum gríðarlega þakklát að hafa hann í okkar liði.


Dögg Friðsjónsdóttir

Frístundaleiðbeinandi / Fæðingarorlof

Dögg Friðjónsdóttir útskrifaðist sem þroskaþjálfi vorið 2023. Hún hefur lengi vel unnið með börnum með sérþörfum í skólakerfinu. Dögg hóf störf í Bungubrekku haustið 2023 og starfar sem sérfræðingur í málefnum barna með stuðningsþörf á Bungubrekku. Hún hefur brennandi áhuga á réttindamálum þeirra sem þurfa á stuðningi að halda.

Gunnhildur Rán Gunnarsdóttir

Frístundaleiðbeinandi / Fæðingarorlof

Gunnhildur hefur starfað með einum eða öðrum hætti í Bungubrekku frá árinu 2022. Gunnhildur hefur að mestu leyti tekið þátt í starfi og undirbúningi á sumarnámskeiðum ásamt því að vera í afleysingum í frístundarheimilinu og félagsmiðstöðinni. Frá fyrsta degi hefur Gunnhildur komið með ferskan blæ og nýjungar inn í starfið, börnum og unglingum til mikillar gleði. Gunnhildur er með meistaragráðu í listkennslu frá Listaháskóla Íslands ásamt keramikgráðu. Þekking og reynsla Gunnhildar er einsdæmi í starfi Bungbrekku og bætir gæði starfsins á alla vegu.

Stella Hlynsdóttir

Frístundaleiðbeinandi / Afleysingar

Færðist yfir í afleysingar haust 2023

Stella kom fyrst inn í starf Bungubrekku sumarið 2021 þegar hún tók þátt í fjölbreyttum sumarnámskeiðum það sumarið. Tveimur árum seinna hóf Stella aftur störf í Bungubrekku í 100% starfshlutfalli. Stella er mikilvægur hlekkur í fjölbreyttri skipulagsvinnu starfsins og því sem gerist “bakvið tjöldin”. Stella er með fjölbreytta reynslu sem nýtist í starfinu, bæði úr frístundastarfi en einnig úr háskólanámi í lífefna- og sameindarlíffræði og ljósmyndun. Stella getur tekið að sér öll heimsins hlutverk í starfi Bungubrekku og leyst þau, hvort sem það er í frístund, félagsmiðstöðinni, á námskeiðum eða á viðburðum