Almennar upplýsingar
Frístundaheimilið Brekkubær
Með því að smella á fyrirsagnirnar opnast gluggi með texta
Hefðbundinn dagur í frístundaheimilinu
Enginn dagur í frístundaheimilinu er eins þegar kemur að viðfangsefnum sem eru í boði en ákveðin rútína á sér alltaf stað
Þegar börnin mæta í frístundaheimilið tekur á móti þeim rafrænt valkerfi þar sem þau sjá hvaða viðfangsefni verða í boði á hverjum degi
Rafræna valkerfið gerir okkur kleift að bjóða börnum upp á fjölbreytt viðfagnsefni í gegnum völ/smiðjur/klúbba
Vel yfir 200 völ / smiðjur og útfærslur á þeim sem við bjóðum börnum upp á í starfinu í gegnum árið eru tengdar í gegnum valkerfið. Sum þessara viðfangsefna eru reguleg á meðan önnur eru sjaldgjæf.
Á venjulegum degi eru um það bil 5-7 viðfangsefni í boði
Valkerfið og mikið úrval af viðvangsefnum gerir það að verkum að möguleikar á útfærslum fyrir hvern dag eru vel yfir marga milljarða!
Dæmi um dagleg/reguleg viðfangsefni
Smiðjur: Skipulagt verkefni sem stendur til boða eins vinabandagerð, leir með þema, þrautabraut eða mála markvissa mynd á blað.
Frjálst val: Frjáls leikur eða frjáls sköpun í stjórnuðu umhverfi eins og hlutverkaleikir, perl, útivera eða lestur.
Dæmi um önnur viðfangsefni
Ferðaval: Val sem gerist ekki í húsnæði eða lóð Bungubrekku.
Útistöðvar: Fjölbreyttar stöðvar á útisvæði Bungubrekku sem skapa umhverfi fyrir skapandi og frjálsan leik. Börn geta flakkað á milli stöðva eftir áhuga og hentisemi.
Klúbbar: Markviss hópur sem hittist á markvissum dögum með skýr markmið og tilgang.
Þemadagar: Ákveðið þema sem einkennir daginn og viðfangsefni dagsins.
Viðvera, mæting og forföll í frístundaheimilinu
Tilkynna þarf forföll sérstaklega til okkar í gegnum póstfangið bungubrekka@hvg.is eða í gegnum síma, 4834095
Starfsfólk hringir í foreldra ef börn skila sér ekki í starfið og því er mikilvægt að foreldrar tilkynni forföll til þess að tryggja að óþarfa viðbragðsáætlanir fari ekki af stað.
Foreldrar sem ætla að sækja börn beint eftir skóla eru beðnir um að sækja börnin í Bungubrekku frekar en út í skóla
Við biðjum foreldra/forráðamenn sem koma að sækja börn í frístundaheimilið að hringja ekki og biða um að senda börn út nema í algjöri nauðsyn
Frjáls mæting í frístundaheimilið
Foreldrar/forráðamenn eiga kost á því að skrá börn í frjálsa mætingu sem þýðir:
Foreldrar þurfa ekki að tilkynna ef barnið mætir ekki þann dag sem það er með skráða frjálsa mætingu.
Starfsfólk frístundaheimilisins tilkynnir þá ekki til foreldra ef barn mætir ekki í frístundaheimilið á þeim degi sem það er með frjálsa mætingu
Opnunartímar og lokanir í frístundaheimilinu
Frístundaheimilið er opið alla þá daga sem Grunnskólinn í Hveragerði er opinn og tekur á móti skráðum börnum beint eftir skóla
Þá daga sem Grunnskólinn í Hveragerði er lokaður getur verið að frístundaheimilið sé einnig lokað
Ákveðna daga bíður frístundaheimilið upp á lengda opnun fyrir hádegi á milli 08:00-13:00.
Upplýsingar varðandi þessa daga má nálgast inn á dagatali Bungubrekku sem er aðgengilegt með því að smella hér
Gjaldskrá fyrir viðveru í frístundaheimilinu
Gjaldskrá í frístundaheimilinu getur verið breytileg milli ára en það er ávalt í höndum bæjarráðs að ákveða gjaldskrá frístundaheimilins
Hægt er að nálgast gjaldskrár Hveragerðisbæjar með því að smella hér. Gjaldskrá fyrir frístundaheimilið ætti að koma undir liðnum Gjaldskrá Skólanna
Gjald fyrir viðveru í frístundaheimilinu er mánaðarlegt gjald sem er breytilegt eftir því hvernig viðvera er valin. Meiri upplýsingar um viðveruskráningu má finna hér