Almennar upplýsingar

Félagsmiðstöðin Skjálftaskjól

Með því að smella á fyrirsagnirnar opnast gluggi með texta

Hvað er félagsmiðstöð?

Félagsmiðstöð, eins og við þekkjum hana í dag, er afdrep þar sem unglingar á aldrinum 10-16 ára geta varið frítíma sínum án áfengis og vímuefna. Hlutverk félagsmiðstöðva er að stuðla að jákvæðum þroska unglinga og gera þau sjálfstæðari, bæði í verki og félagslegum samskiptum og gera þau hæfari til að takast á við lífið. Í starfi félagsmiðstöðva er lögð áhersla á gildi forvarna, sköpunar og mismunandi tegunda náms. Starfsmenn félagsmiðstöðva tryggja að starfið sé faglegt og taki mið af uppeldisgildum frítímans. 

Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna (1989) þarf að virða rétt allra barna 18 ára og yngri til tómstunda. Mikilvægt er að öllum sé veitt jöfn tækifæri til þátttöku í menningarlífi, listum og tómstundaiðju (Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, 1989). 

Hvar er félagsmiðstöðin?

Félagsmiðsöðin Skjáftaskjól er með aðsetur í T-Húsinu við Breiðumörk 27. 

Venjuleg opnun í félagsmiðstöðinni

Gerðir opnana í félagsmiðstöðinni eru nokkrar. 

Opnun í félagsmiðstöðinni getur verið fjölbreytt og margt í boði. Hérna er LÍTIÐ brot af þeim fjölbreyttu smiðjum, viðburðum og öðru sem við gerum reglulega. 

Spjallstund - Yoga - Playstation - Spil - Feluleikur - TikTok Dansar - D&D - Fatahönnunarklúbbur - Græjugrúsk - Boozt gerð - Trúnó - Air Hockey Mót - Tónlistarsköpun - YouTube og spjall - Gang Beasts - Movie night - Fræðslukvöld - Fótboltagláp - Fortnite - Bragðarefagerð