Almennar upplýsingar - Haust 2023
Skráning í rafíþróttir / æfingahóp
Skráning fer fram í gegnum Sportabler síðu Bungubrekku.
Æfingar og æfingarfyrirkomulag
Æfingar eru lokaðar og er aðeins opnar fyrir börn og unglinga sem hafa greitt æfingagjöld.
Rafíþróttaæfingar geta verið misjafnar eins og allar æfingar í öðrum íþróttum.
Hér fyrir neðan má sjá hvernig hefðbundin 90 mín æfing gæti litið út.
Fjöldi spilara / iðkenda í æfingahóp
Aðeins eru 10 laus pláss í hvern æfingahóp. Fyrstu sem skrá sig fá pláss.
Æfingagjöld - Haust 2023
Æfingagjöld eru misjöfn milli hópa og eru reiknuð út frá fjölda mínútna í viku.
Æfingagjöld fyrir 180 mín á viku eru um það bil 50.000kr fyrir æfingatímabil.
Ítarlegri upplýsingar um æfingagjöld eru á Sportabler síðu Bungubrekku.
Æfingatímabil - Haust 2023
Stefnt er á að hefja æfingar hjá rafíþróttaklúbbnum C3LL4R 18. september 2023.
Æfingatímabilið fyrir haustönn er 14-15 vikur.
Eftir áramót hefst ný skráning fyrir nýtt æfingatímabil.
Þáverandi æfingahópar hafa forgang þegar kemur að skráningu eftir áramót
Spilun og búnaður
Spilarar verða að eiga aðgang að Steam, Epic Games eða viðeigandi leikjaspilunarhugbúnað og eiga þar tölvuleikinn sem þau munu æfa ásamt viðeigandi aðgöngum til þess að spila leikina.
Einnig þurfa iðkendur að hafa Discord aðgang.
Tölvuleikinn og viðeigandi forrit er hægt að sækja og setja upp eftir að búið er að skrá í æfingahóp.
Starfsfólk getur aðstoðað foreldra við uppsetningu á Steam og Discord.
Rafíþróttaklúbburinn C3LL4R útvegar allan viðeigandi tækjabúnað til spilunar en iðkendum er frjálst að koma með tiltekinn aukabúnað á æfingar á sinni eigin ábyrgð.