Hvað er Bungubrekka?

Frístundamiðstöðin Bungubrekka

Frístundamiðstöðin Bungubrekka hefur yfirumsjón á skipulagningu og rekstri á því frístunda, félags- og tómstundastarfi sem sveitarfélagið ber ábyrgð á og býður upp á.

Frístundamiðstöðin Bungubrekka var stofnuð 2018 eftir að starfsemi frístundaheimilisins Brekkubæ (þá Skólasel) og starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Skjálftaskjóls voru færðar í sama húsnæði. Útfrá því var húsnæðið skýrt Bungubrekku í höfuðið á samnefndri lóð hússins. 

Frístundamiðstöðin Bungubrekka hefur síðan þá færst yfir í það er vera huglægt starf frekar en einingus tengt við húsnæðið sjálft. Bungubrekka er regnhlífar hugtak sem getur gripið og stutt við fjölbreytt starf óháð staðsetningu.

Frístundamiðstöðin Bungubrekka tilheyrir fræðslu- og velferðarsviði Hveragerðis.